Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-694
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
D D12. Þéttbýli

D12.11 Þéttbýli
D12.21 Þéttbýli lokið

Reglugerð um umferðarmerki:
D12.11 Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaganna um þéttbýli gilda. Á undirmerki skal að jafnaði vera nafn sveitarfélagsins.
D12.21 Merki þetta er notað til að gefa til kynna að reglur um þéttbýli gildi ekki lengur.

Vinnureglur um notkun:
Ef annar hámarkshraði en 90 km, á vegum með bundnu slitlagi og 80 km, á malarvegum, gildir eftir að komið er fram hjá D12.21 skal gefa hann upp með bannmerki B26 þar sem leyfður hraði er tiltekinn.. Bannmerkið skal að jafnaði setja upp 200-500 m utan við D12.21.

Ef annar hámarkshraði en 50 km gildir eftir að komið er fram hjá D12.11 skal gefa hann upp með bannmerki B26 eða B28 þar sem leyfður hraði er tiltekinn.

Sjá einnig reglur um hraðamerkingar.