Reglugerð um umferðarmerki: Merki þetta er notað með viðvörunarmerki til að vara við svæði þar sem slys eru óvenju tíð. Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis: Merkið þetta er almennt notað með merkinu A99.11 Stundum er merkið þó notað ásamt A01.21/22 hættulegar beygjur til að vara við slysakafla þar sem hættulegar beygjur eru og í einstaka tilvikum með A01.11/12 hættuleg beygja til að vara við hættulegri beygju þar sem slys eru algeng. Almennt er lítið svo á að merki þetta sé notað til skamms tíma.