Heiðar má merkja með upplýsingatöflu (mynd til vinstri). Nafn heiðarinnar, mesta hæð og lengd má koma fram á skiltinu. Nota skal viðeigandi viðvörunar- og bannmerki Hægt er að nota útskiptanlegt bráðabirgðamerki á upplýsingatöflu eða stærri bráðabirgðamerki (mynd til hægri) til að vara við ástandi heiðar. Þegar loka þarf heiðum skal það koma skýrt fram jafnt á íslensku sem og ensku. Nota má Ófært - Impassable eða Lokað - Closed.